Færsluflokkur: Bloggar
18.11.2008 | 23:24
Stefán Karl snillingur slær í gegn í Ameríku!!!
Bloggar | Breytt 24.11.2008 kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2008 | 20:32
Ál mengun, einu sinni enn!
Erum við Hafnfirðingar enn einu sinni lent í miðjum Hafnarfjarðarbrandara???
Í Fréttablaðinu sl. föstudag mátti m.a. lesa eftirfarandi:
"Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar lögðu til í vikunni að bæjaryfirvöld tækju upp formlegar viðræður við álverið í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að álverið hafi lýst yfir að það sé tilbúið til að fara í stækkun eins og í fyrra verði deiliskipulagið samþykkt. "Þeir standa við þetta og vilja fara út í það," segir hún."
Má ég minna á að Hafnfirðingar hafa tekið ákvörðun um að þeir vilja ekki meiri mengun af völdum Álversins í Straumsvík sem auk þess að eitra umhverfið leggur undir sig nú þegar stóran hluta þess byggingasvæðis sem Hafnfirðingar eiga völ á.
Við látum ekki stjórnast af ofsahræðslu vegna efnahagsvandans - sem meðal annars hefur skapast af ofþenslu vegna virkjana og stóriðju.
Ég hvet alla til að lesa grein í Fréttablaðinu sem Andri Snær Magnason skrifaði sl. laugardag og í henni má m.a. lesa þetta:
"Þjóðin trúir því að töfraorðið ÚTFLUTNINGSTEKJUR séu gjaldeyrir sem endar í vasa þjóðarinnar. Fréttir um útflutningstekjur og gjaldeyristekjur hafa ítrekað verið beinlínis rangar og skaðlegar. Á súluriti í Morgunblaðinu 11. okt. virðist áliðnaður mikilvægari en fiskiðnaður og mun stærri en ferðamennska. En framsetningin er nákvæmlega eins og hagsmunaaðilar vilja koma þeim í fjölmiðla. Þegar Alcoa Fjarðarál segist flytja út fyrir 70 milljarða á ári þá halda flestir Íslendingar að þetta sé peningur sem kemur til Íslands. Blöðin birta tölurnar gagnrýnislaust en hvar eru peningarnir? Rangfærslur um útflutningstekjur Tekjur sem verða eftir í landinu eru laun starfsmanna, skattar og greiðsla fyrir orku. Fyrirtækið ererlent og flytur allan hagnað úr landi. Ef meðallaun eru 5 milljónir er launakostnaður Alcoa um 2 milljarðar á ári. Innlend aðföng eru um milljarður til viðbótar. Alcoa greiðir c.a 6-8 milljarða fyrir orku en öll súupphæð fer beint úr landi til að greiða skuldir Landsvirkjunar næstu 40 árin. Hún kemur því ekki inn í hagkerfið til að greiða fyrir námslánum, neyslu, lyfjum eða olíu. Álfyrirtækin greiddu aðeins 1.5 milljarða í skatt á Íslandi árið 2007 en Alcoa greiðir aðeins 5% skatt af arði. Því má við bæta að Alcoa fékk 2.6 milljarða króna eða 3% af stofnkostnaði í styrk frá íslenska ríkinu vegna byggingar verksmiðjunnar á Reyðarfirði - rúmlega árslaun allra starfsmanna. Raunveruleg áhrif Alcoa eru því á bilinu 4 til 5 milljarðar en ekki 70 milljarðar eins og fyrirtækið heldur fram þegar það státar sig af útflutningstekjum. Mismunurinn - 65 milljarðar fara ALLIR framhjá landinu. Þeir koma okkur ekki við frekar en flugvélar sem fljúga gegnum flugstjórnarsvæðið. Það er ósiðlegt að reyna að telja þjóð trú um að hún lifi eða geti lifað áfyrirtæki sem skilar jafn litlu í þjóðarbúið. "
Seinna í greininni segir Andri Snær:
"Af heildarneyslu ferðamanna innanlands árið 2006 námu kaup á flugþjónustu um 50 milljörðum króna segir Hagstofan. Kaup ferðamanna á gisti- og veitingaþjónustu voru um 26 milljarðar króna og skiptist hún nánast til helminga milli þessara tveggja atvinnugreina. Nánast öll sú upphæð verður eftir í landinu. Áliðnaðurinn greiddi 5,6 milljarða í laun sama ár. Það þýðir að kaffi og veitingahús um allt land skiluðu 4 sinnum meiri tekjum heldur en álver Alcoa talandi um kaffihúsalýð þá eru kaffi- og veitingahúsin ein helsta gjaldeyrislind þjóðarinnar á eftir fiskinum. Kárahnjúkavirkjun og Hellisheiðarvirkjun skila litlum sem ENGUM gjaldeyristekjum vegna þess að tekjurnar fara allar beint úr landi til lánardrottna"
Skilaboð okkar sem látum ekki ljúga að okkur Ál - gróðatölum eru þessi kæri Lúðvík bæjastrjóri og bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir: Ef þið viljið meiri tekjur í bæjarsjóð opnið þá fleiri kaffihús!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.10.2008 | 11:43
Hvað er að Bolvíkingar????
Mér sýnist velunnarar Bolungarvíkur séu um það bil að gefast upp á að stuðla að verðmætasköpun í Bolungarvík.
Hrólfur Vagnsson skrifaði grein í Fréttablaðið í síðustu viku og er augljóslega búinn að missa þolinmæðina gagnvart ráðamönnum þar á bæ.
Ef íbúar Bolungarvíkur ætla ekki að þiggja að erlent fjármagn upp á hundruðir milljóna, sem að sjálfsögðu mun lyfta grettistaki hvað varðar atvinnusköpun í þessum litla undurfagra bæ á Vestfjörðum, þá er eitthvað alvarlegt í gangi og dómgreindarskortur orðinn hættulegur.
Ég hef í langan tíma fylgst með deilum annarsvegar hugsjónamanna og hins vegar öfundarmanna í Bolungarvík, veit ýmislegt sem hugsjónafólkið er of tillistsamt til að upplýsa og nú detta mér hreinlega allar dauðar lýs úr höfði.
Til að koma endanlega í veg fyrir að umræddar lóðir fari undir sjóstanarveiði þá sem um ræðir, hafa bæjaryfirvöld ákveðið að lóðirnar verði ekki nýttar fyrr en árið 2010!!!!!!
Þeir sem nenna að kynna sér þetta mál ofan í kjölinn dylst ekki að hér er um hræðilega afbrýðissemi og öfund að ræða gagnvart hópi fólks sem hefur lagt á sig ómældar byrðar til að efla atvinnusköpun á þessum einstaka stað. Þessir aðilar hafa alla tíð verið gleðisprengjur og atorkubombur Bolungarvíkur og guð hjálpi þessu plássi ef þetta fólk gefast hreinlega upp og flytur alla sína mannbætandi orku eitthvð annað.
Hvar er hinn almenni Bolvíkingur?? Ætlið þið að láta þessa vitleysu viðgangast?? Af hverju takið þið ekki í taumana og losið ykkur við þá ráðamenn sem eyðileggja alla möguleika ykkar á betra lífi og byggið undir þá sem vilja að Bolungarvík eigi sér framtíð??
Þeir sem hafa lesið allar upplýsingar frá bæjaryfirvöldum, allar blaðagreinar, allar bloggfærslur þeirra sem um þetta mál ræða, efast ekki eitt andartak um það að hér eru þeir sem völdin hafa verulega veikir einstaklingar, sem hafa það eitt að leiðarljósi að eyðileggja einstaklingsframtak af einskærum ótta við að framkvæmdafólkið hugsanlega muni hafa í sig og á eftir að hafa komið Bolungarvík á alheimskortið í ferðamannaiðnaðinum.
Munið Bolvíkingar - þið hafið vald til að velja þá sem ráða framtíð ykkar. Skiptið um stjórn og hreinsið til hjá ykkur - við Íslendingar þurfum á því að halda að einhversstaðar sé uppgangur!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2008 | 15:00
Kæra Jóhanna félagsmálaráðherra
Við erum nokkrar hugsjónakonur sem langar til að koma eftirfarandi hugmynd á framfæri við þig.
Við stingum upp á að nú þegar verði komið á fót verkefni sem kalla mætti:
Uppbyggilegar félagsmiðstöðvar
Uppbyggilegar félagsmiðstöðvar eru samkomustaðir þar sem allir þeir sem áhuga hafa á að verja tíma sínum í eitthvað uppbyggilegt, safnast saman og njóta þess að blanda geði við aðra og fræðast. Í félagsmiðstöðvunum gæti verið boðið upp á ýmis námskeið og fyrirlestra í t.d. myndlist, leiklist, tónlist, mannrækt, tungumálum, tölvunotkun, hönnun,skapandi skrifum o.s.frv. o.s. frv.listinn er endalaus. Einnig mætti bjóða uppá kaffi og fólk gæti tekið í spil.
Fjölmargir leiðbeinendur væru til í að leggja sitt af mörkum til að létta öðrum lífið t.d. þeim sem misst hafa atvinnuna eða eiga á annan hátt um sárt að binda.Við hvetjum ykkur í ríkisstjórninni til að hefjast handa nú þegar - við skulum skipuleggja þetta fyrir ykkur ef þið einungis látið í té húsnæði og lágmarks fjármagn til að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
7.10.2008 | 11:22
Daglegt líf
Ég hef strengt þess heit að halda ró minni, anda djúpt og hugsa um allt það sem ég get verið þakklát fyrir í lífinu, fjölskyldu mína, vini mína og alla fegurðina sem landið mitt skartar. Ég þakka fyrir öll verkefnin sem ég er að fást við og þær áskoranir sem á vegi mínum verða. Ég þakka fyrir ykkur sem eruð að lesa þetta og ánægjuna sem þið bloggvinir mínir veitið mér.
Við skulum horfa á björtu hliðar lífsins - það er svo sannarlega þörf á því núna.
Biðjum um æðruleysi til að hafa áhrif á það sem við getum breytt, sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt - og vit til að greina þarna á milli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.9.2008 | 13:24
NÝTT OG BETRA LÍF!!!
Viltu lifa heilbrigðu lífi en veist ekki hvernig þú átt að byrja??
Hver kannast ekki við það að setja sér háleit markmið á hverju ári um að hefja betra líf ... bráðum(!) og standa svo frammi fyrir því jafn oft að markmiðunum hefur ekki verið náð? Hvað hafið þið oft tekið þáákvörðun að henda öllum óhollum matvælum úr eldhúsinu og fyllaskápana af hollustu?Nú er tíminn til að bretta upp ermarnar og leggja af stað í ALVÖRU!Við viljum leiða ykkur áfram fyrstu skrefin í átt að betra lífi - á fimm daga námskeiði í lok september.
Námskeiðið er haldið á þeim óviðjafnanlega stað, Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi dagana 24. - 28. september. Fimm daga andleg og líkamleg uppbygging er í boðiá dásamlegum stað og með frábæru aðstoðarfólki - bestu fyrirlesurum og námskeiðshöldurum sem hægt er að hugsa sér.
Þeir sem halda utan um ykkur frá morgni til kvölds eru:
Edda Björgvinsdóttir leikkona og fyrirlesari sem býður upp á námskeiðfyrir þá sem langar til að lifa heilbrigðu lífi ... en nenna því ekki! Edda vinnureinnig með Jákvæðni, húmor og færni í mannlegum samskiptum og bendirþáttakendum á hvernig hægt er að nýta sér tækni leikarans til að losna viðótta sem grípur fólk þegar það þarf að tjá fyrir framan hóp af fólki.ENDORFÍN náttúrulega vímuefnið okkar við getum stjórnað því hversumikið magn af endorfíni líkaminn framleiðir!*************************
Sólveig Eiríksdóttir matarhönnuður & hráfæði kokkur/kennari. Solla mun bjóðaupp á námskeið í detox uppskriftum og vera með sýnikennslu og gefafólki góðar uppskriftir til að taka með sér heim.*************************
Birna Ásbjörnsdóttir starfar í dag á heildrænu meðferðarstofunni FyrirFólk og hjá Maður Lifandi sem ráðgjafi. Birna verður með fyrirlestra, yoga og mun bjóða upp á einstaklingsráðgjöfásamt mælingum í SCIO.*************************
Margrét Alice Margét er starfandi nuddari og ilmkjarnaolíuráðgjafi hjá Heildrænumeðferðastofunni Fyrir Fólk í Kópavogi. Margrét verður meðnuddbekkinn á staðnum!*************************
Matti Ósvald Stefánsson útskrifaðist sem Heildrænn heilsufræðingur fráInternational Professional School of Bodywork, í San Diego Kaliforníu 1992. Hann ræðir m.a. um :3 einfaldar og ódýrar undirstöður góðrar heilsu út frá niðurstöðum þriggjaNóbelsverðlaunahafa.Góðu ástæðurnar fyrir því að líkaminn rígheldur í aukakílóin og hvernig við breytum því.Stóra púsluspilið sem vantar inn í flesta heilbrigðis-hugsun, o.m. fl.*************************
Benedikta Jónsdóttir er heilsuráðgjafi hjá Maður Lifandi.Það sem Benna mun vinna með á Sólheimum er m.a. Lækningarmátturlíkamans; Ævintýralíf; Mikilvægustu bætiefnin og Heilbrigði og hamingja.*************************
Ásta Valdimarsdóttir hláturjóga kennari. Ásta lærði hláturjóga í Noregi 2001og hefur haldið fyrirlestra um þessa hollu líkams- og sálrækt allar götur síðan.Auk þess hefur hún sótt mörg hláturjóganámskeið og útskrifaðhláturjógaleiðbeinendur hér á Íslandi.*************************
Matthildur Þorláksdóttir er lærð í náttúrulækningum frá Þýskalandi og starfarsem slík.Á þessu námskeiði ætlar Matthildur að tala um mikilvægi þess að hreinsa ristilinn og hverniguppsöfnuð úrgangsefni geta valdið kvillum og hvaða aðferðir eru notaðar til að hreinsaristilinn.**********************************************
"Lífrænt hreinsandi grænmetisfæði í hæsta gæðaflokki!"
Hreint fæði hreinn líkami hrein sál
Námskeiðið hefst miðvikudagsmorgunn, 24. september kl. 9:30 á Sólheimum(þátttakendur skulu reikna með klukkutíma og tuttugu mínútum til að komast á staðinn) og því lýkur sunnudagskvöldið 28. september kl. 20:00
"Birna tekur við pöntunum í síma 898-2804 og á netfangið birna@solheimar.is"
Námskeiðið kostar 65.000 krónur, innifalið er gisting (í tveggja manna herbergjum),matur, fyrirlestrar og námskeið. Þeir sem panta námskeiðið fyrir 15. september greiðaeinungir 59.000 krónur. Ef tveir eða fleiri þátttakendur bóka sig saman greiðir hvor umsig 59.000 krónur. Staðfestingagjald er 20.000 krónur og greiðist það um leið og þátttakendur bóka sig - það er óafturkræft.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.8.2008 | 11:04
Hreysti - hollusta ... þrjóskupúki!
Ég veit ekki af hverju ég fer í þvermóðskukast þegar umræðan um reglulega hreyfingu hefst og allar líkamsræktarstöðvar byrja að auglýsa stórkostleg námskeið - fyrir ALLA. Ég fæ svo skringilegan hroll þegar ég sé mig fyrir mér hlaupa á bretti í líkamsræktarstöð - lyfta lóðum - hoppa á pöllum - eða styrkja maga rass og læri.
Allir sem ég þekki eru að hvetja mig til að prófa líkamsræktarstöðvarnar - sem eru víst ævintýraheimur hver fyrir sig - mér er sagt að maður verði bókstaflega háður því að hendast þangað á hverjum einasta degi - jafnvel oft á dag. Ég trúi þessu fólki alveg - en það er einhver þrjóskupúki innan í mér sem vill ekki fara. Þetta er auðvitað sami púkinn og vill ekki borða grænmeti - heldur nammi!
Ég veit að það er nauðsynlegt að hreyfa sig - það er líka nauðsynlegt að borða mikið af ávöxtum og grænmeti, góðum olíum og fjölbreyttu kornmeti .... en púkinn vill sitja á kaffihúsum og drekka "latte" og borða bakkelsi!!
Þess vegna tek á sjálfa mig á sálfræðinni. Ég bý til námskeið fyrir þá sem eru á sama stað og ég. Námskeið þar sem veitt er aðhald og boðið er uppá fræðslu og hollu fæði troðið í mann frá morgni til kvölds. Á stað þar sem ég hef ekkert val á milli þess að sukka í sætindum og borða hollustu - enga sjoppu að flýja í og engan sem hjálpar mér í spillingunni. Þeir sem eru með mér á námskeiðinu veita mér andlegan og líkamlegan stuðning.
Það besta er að eftir svona námskeið gengur mér svo vel í margar vikur - jafnvel marga mánuði á eftir. Sukka ekkert og hoppa og skoppa - stútfull af orku og vítamínum.
Næsti hópur ætlar að hittast á Sólheimum (það þýðir nánast í Himnaríki!) 24. september nk. - 28. september. Fimm daga himnesk sæla. Þar gengur lífið út á að hlæja, hreyfa sig, borða lífræna hollustu og slaka á. Þeir sem vilja geta fengið nudd, farið í sund, fengið greiningu hómópata - eða bara drukkið í sig einstaka menningu Sólheima samfélagsins - og allir fara heim með ómetanlega þekkingu í farteskinu, hreina sál og hreinan líkama.
Ég kom líka aftan að mér varðandi það að hreyfa mig reglulega. Ég samdi við Sporthúsið um að búa til tíma fyrir hallærislegar "grumpy old women" á unglingsaldri - eins og mig - og tímarnir heita: Mamma Mia !!! Við dönsum og skrækjum með Abba og Elvis og jafnvel Bítlunum líka ... ég veit að ég nenni því - að hverfa aftur í diskóstemmninguna í gaggó!
Ég get ekki beðið eftir að hefja nýtt líf í líkamsræktinni .......... farðu púki!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
30.7.2008 | 14:44
Einfalt ráð við offitu barna
Ég vitna í góða vinkonu mína sem er næringarfræðingur og að auki með víðtæka þekkingu varðandi aukaefni í matvælum og hræðilegar afleiðingar þeirra.
Í rauninni er þetta einfalt mál. Hættum að gefa börnunum okkar mat sem er stútfullur af eiturefnum!
Við gerum það þannig: Hreinsum öll aukaefni úr þeim mat sem boðið er uppá í skólum landsins og leikskólum - þar á meðal hvítan sykur, hvítt hveiti og ger. Bjóðum upp á ferskt lífrænt grænmeti í öllum matmálstímum - og frímínútum.
Hefjum allt skóla- og leikskólastarf á öflugum dansi og hoppi og skoppi í ca. 20 mínútur (í kjölfarið er rakið að taka 10 mínútna slökun og djúpöndun) og bjóðum svo upp á fræðslu fyrir foreldra þar sem kennt er hvenær verið er að eitra fyrir börnum (sem við erum því miður flest að gera daglega!) og hvað öllum lifandi verum er raunverulega fyrir bestu í mataræði - einfaldlega fjölbreytt næring án aukaefna!
Það er sorglegt til þess að vita hvað fáir gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að á síðustu 10 árum hafa bæst við u.þ.b. 5000 tilbúin aukaefni í matvælaframleiðslu (!!!) - og matvælaeftirlitið leyfir ákveðið magn af hinum ýmsu tilbúnu efnum í meðhöndlun matvæla - en blandan af öllu þessu drasli hefur hroðalegar afleiðingar - m.a. offitu vandamál í heiminum - svo ekki sé minnst á alla þá alvarlegu sjúkdóma sem hrjá ungt fólk um allan heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.7.2008 | 10:48
Framtíðarsýn fyrir Ísland
Ef þeir sem völdin hafa væru ekki haldnir "skammsýnisblindu" væri framtíðarsýnin fyrir HREINA Ísland etv. þessi:
Lífræn ræktun um land allt!
Það blasir við að nóg eigum við af ónýttu landi - orku - hreinu lofti (ennþá!). Því ekki að reisa risa-gróðurhús á öllu því flatlendi sem fyrirfinnst og rækta ógrynni af grænmeti sem selt yrði um allan heim????
Þegar Bill Gates var spurður að því, fyrir margt löngu, í bandarískum spjallþætti hvaða "buissness" hann myndi veðja á ef hann væri að hefja feril sinn núna, þá leit hann á þáttastjórnandann og sagði eins og öll heimsbyggðin ætti að vita svarið: "Organics of course!"
Að sjálfsögðu er lífrænn lífsstíll framtíðin - það vita allir sem ekki eru haldnir skyndigróðagræðgi.
Hér á Íslandi á auðvitað að veita miklu fjármagni til uppbyggingar lífræns landbúnaðar og endurskoða öll áform um mengandi stóriðju - því hver vill kaupa lífrænar afurðir af þjóð sem er í flokki mest mengandi þóða heims?? Það er því miður framtíðarsýn Íslands ef öll þau álver og olíuhreinsunarstöðvar og allur sá hryllingur sem er á döfinni, kemst á koppinn.
Bændur vilja í lífræna ræktun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.7.2008 | 17:41
Vingjarnlegt fólk
Ég bý tímabundið á stað þar sem fólk hefur öðlast mikla færni í vingjarnlegheitum - þ.e.a.s. það er lögð sérstök áhersla á það í uppeldi barna í skólum að sýna meðbræðrum hlýju og rétta hjálparhönd.
Ég veit ekki alveg hvað við ætlum að láta það viðgangast lengi að allt annað en mannrækt hafi forgang í uppeldiskerfinu okkar (skólakerfinu) en mér finnst tími til komin að setja á dagskrá æfingabúðir í mannlegum samskiptum.
Það verður allt svo miklu auðveldara í hversdagsleikanum þegar maður finnur fyrir hlýlegu viðmóti og þegar fólk sem maður mætir á förnum vegi sendir manni fallegt augnaráð - jafnvel bros.
Ég sting upp á að við hættum að fá taugaáföll yfir því hvar íslensk börn eru stödd í stærðfræði (á heimsvísu) og einbeitum okkur að því að þeim líði vel í sálinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)