Framtíðarsýn fyrir Ísland

Ef þeir sem völdin hafa væru ekki haldnir "skammsýnisblindu" væri framtíðarsýnin fyrir HREINA Ísland etv. þessi:

Lífræn ræktun um land allt!

Það blasir við að nóg eigum við af ónýttu landi - orku - hreinu lofti (ennþá!).  Því ekki að reisa risa-gróðurhús á öllu því flatlendi sem fyrirfinnst og rækta ógrynni af grænmeti sem selt yrði um allan heim????

Þegar Bill Gates var spurður að því, fyrir margt löngu,  í bandarískum spjallþætti hvaða "buissness" hann myndi veðja á ef hann væri að hefja feril sinn núna, þá leit hann á þáttastjórnandann og sagði eins og öll heimsbyggðin ætti að vita svarið: "Organics of course!"

Að sjálfsögðu er lífrænn lífsstíll framtíðin - það vita allir sem ekki eru haldnir skyndigróðagræðgi.

Hér á Íslandi á auðvitað að veita miklu fjármagni til uppbyggingar lífræns landbúnaðar og endurskoða öll áform um mengandi stóriðju - því hver vill kaupa lífrænar afurðir af þjóð sem er í flokki mest mengandi þóða heims?? Það er því miður framtíðarsýn Íslands ef öll þau álver og olíuhreinsunarstöðvar og allur sá hryllingur sem er á döfinni, kemst á koppinn.


mbl.is Bændur vilja í lífræna ræktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2008 kl. 20:19

2 identicon

Algerlega sammála!!

alva (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Laufey B Waage

Innilega sammála ykkur Bill.

Laufey B Waage, 25.7.2008 kl. 11:29

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.7.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tek heilshugar undir þetta! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.7.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband