Pulsugerðarmaðurinn!

Ég verð að játa að stundum finnst mér ég - og fleiri í mínu fagi - vera nauðalík pulsugerðarmanninum í Kardimommubænum. Hann var svo hégómlegur að þegar hann frétti að ræningjarnir þrír hefðu hrópað: "Húrra fyrir pulsugerðarmanninum" Húrra fyrir pulsugerðarmanninum!" Þá steinhætti hann við að vera argur í þeirra garð og sagði ósköp bljúgur: "Nú sögðu þeir það greyin?"

Ég verð að játa að stundum er ég full fordóma og gremju gagnvart fólki en heyri svo haft eftir viðkomandi einhver falleg eða hlýleg orð í minn garð - eða garð þeirra sem mér þykir vænt um - og þá verð ég öll bljúg og afstaða mín gjörbreytist til "ræningjanna" í lífi mínu!

Eins gott að hafa húmor fyrir sér og játa heiðarlega eigin bresti og veikleika. Ef til vill heldur maður þá áfram að þroskast og verða betri manneskja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ertu sem sagt ekki fullkomin?  Algjör hneisa.  Hehe.

Þekki þetta ágætlega sjálf.

En það er mjög stórt í sniðum þetta heilkenni hjá mér þegar það hertekur mig.

Þá er það alla leið, alveg: Heimurinn á móti Jenný þangað til annað kemur í ljós.

Takk fyrir skemmtilega pistla Edda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Tiger

 Ójá, heilmikið til í þessu Edda. Gruna að við séum vel flest sem getum fundið okkur í nákvæmlega þessum sporum líka. Algerlega á því líka að við verðum að hafa húmor fyrir okkur sjálfum til að ná þroska og hærra ljúfleikastigi .. haha .. annars hef ég eiginlega bara enga bresti ... nema hvað hjarta mitt er að bresta af löngun í að knúsa þig - þú fullkomlega yndislega sköpunarverk og ímynd brossins og kátínunnar! Luv ya dásamlega Fúla á móti ...

Tiger, 17.3.2009 kl. 14:42

3 Smámynd: Tiger

  Haha .. hmmmm ... did i just kiss your ass? Well, what the heck - i loved it!

Tiger, 17.3.2009 kl. 14:44

4 identicon

Alltaf hef ég hrópað húrra fyrir þér, Edda mín!

Jakob (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:52

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Baktal, bæði jákvætt og neikvætt, er öflugur spegill fyrir egóið.

Takk fyrir þetta Edda.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.3.2009 kl. 16:53

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Húmor fyrir sjálfum sér og öðrum gerir lífið svo miklu betra

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.3.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband