Velkomin á þennan fyrirlestur:

Erum við andleg og líkamleg eiturefna-úrgangs-ruslaskrímsli...?!

Fimmtudagur 27. nóvember kl. 17:30-19:00

Fyrirlestur - Eddu Björgvins hjá Maður lifand Borgartúni 24

„Megrun er úr sögunni, hreinn líkami er laus við aukakíló!“

Hvað hefur mataræði með jákvætt hugarfar að gera?

Hvernig getur manneskja ( með lítinn sjálfsaga!) breytt mataræði sínu úr ruslmat í vítamínríkt fæði? Hvernig getum við breytt hugarástandi okkar?

Hvernig getur lélegur kokkur búið til gómsæta heilsurétti?

Hvaða eiturefni erum við að innbyrða daglega - andlega og líkamlega?

Hver er munurinn á að vera gagnrýnin manneskja eða vera neikvæð umhverfismengun?

Þetta og margt fleira ber á góma í fyrirlestri Eddu og nokkrar öflugar æfingar fylgja fyrir þá sem vilja lifa heilbrigðara lífi – en nenna því ekki!

Fyrirlesturinn er fyrst og fremst spaugileg lýsing á lífsreynslu Eddu og baráttu hennar við að lagfæra líkama og sál og tilraunir til að gerast “jákvæð hollustu-æta”.

Edda rekur söguna frá því hún byrjaði, kornung að búa til hollusturétti sem urðu að makróbíótísku bauna-óæti.

Jákvæðni er lífsafstaða - manneskjan getur breytt veruleika sínum og upplifað meiri gleði í lífinu en nokkurn getur órað fyrir.

Að lokum fylgja í kaupbæti nokkrar hryllingssögur frá dr. Gillian, Kevin Trudau og Huldu Clark um það hvernig matvæla- og lyfjaframleiðendur eru hreinlega að reyna að koma neytendum fyrir kattarnef!

Skráning Netfang: madurlifandi@madurlifandi.is Simi: 585 8703 Verð kr. 1.500 Til baka Prentvæn útgáfa27. nóvember 2008 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Edda,

forvitnilegur fyrirlestur en var því miður að sjá um hann í þessu augnabliki. Er þetta eitthvað á dagskrá aftur í desember?

kveðja, Guðrún Snorradóttir

Guðrún Snorradóttir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 20:30

2 identicon

Sæl Edda mín, ertu ekkert á leiðinni með þetta út á landsbyggðina?? ÉG bíð spennt eftir þér á Blönduósi :)

alva (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 01:45

3 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Oh, ég er búin að missa af þessum fyrirlestri tvisvar, reyni að mæta næst.

Sigríður Þórarinsdóttir, 30.11.2008 kl. 04:28

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Konur eru konum verstar

Átt þú góðan dag þú Íslenska kona

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

Ég vil leyfa mér að rifja upp þessa frábæru hugleiðingu sem birtist í Fréttablaðinu á sínum tíma:

Heimskulegasti frasi landsins

sigrún ósk kristjánsdóttir þolir ekki alhæfingar um konur og karla
Það fer fátt meira í taugarnar á mér en frasinn "konur eru konum verstar".

Það fer fátt meira í taugarnar á mér en frasinn "konur eru konum verstar". Konur virðast ekki mega gera á hlut annarra kvenna án þess að hinn og þessi keppist við að halda þessu fram. Ég bíð alltaf eftir því að þetta æði renni yfir en það virðist ætla að verða löng bið.

Um daginn fékk einhver erlend fegurðardrottning piparúða í andlitið og kjólunum hennar var stolið. Bingó! "Konur eru konum verstar," skrifaði einhver sem fann sig knúinn til að blogga um fréttina. Þar áður voru knattspyrnukonur sagðar hafa tekið sig saman og kosið einn leikmann fram yfir annan. Virtur þjálfari kom í viðtal og lýsti því yfir að "konur væru konum verstar".

Ég verð síðust til þess að halda því fram að konur séu alltaf til fyrirmyndar í samskiptum sín á milli. Ofangreind dæmi sanna annað. Hins vegar heyrði ég engan segja að karlar væru körlum verstir þegar Björn Ingi sagði skilið við Vilhjálm & co. Júdas sveik Jesú en enginn hefur séð ástæðu til þess að klína því á hann að hafa verið vondur við allt sitt kyn. Börn bíta hvert annað og skilja útundan. Samt hrista fóstrurnar ekki hausinn og tauta: "Ussu, sussu. Börn eru börnum verst." Enginn segir heldur neitt í þessa átt eftir slagsmál í miðbænum þar sem karlmenn ganga í skrokk hver á öðrum helgi eftir helgi. Öðru máli gildir í þeim örfáu tilfellum sem konur ráðast hver á aðra. Þá er alltaf einhver tilbúinn til að halda því fram að 50 prósent mannkyns geri sér far um að vera andstyggileg innbyrðis.

Tilgangurinn með þessum orðum er ekki að halda því fram að það séu eftir allt saman karlar sem eru hverjir öðrum verstir. Eða að konur séu körlum verstar, að karlar séu konum verstir eða eitthvað þaðan af heimskulegra. Mér þætti bara vænt um að fólk sparaði alhæfingarnar og hlífði mér og mínu kyni við að vera sett í sama flokk og þær sem klína naglalakki í augun hver á annarri, stela kjólum og skilja útundan í fótboltaleik.

Húrra fyrir Sigrúnu Ósk!

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 1.12.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband